Í Sælkerabúðinni fást vörur úr gæðahráefni framleiddar af færustu matreiðslumönnum landsins með sérstaka áherslu á kjötvörur og lúxusmeðlæti. Flottar og einfaldar heildarlausnir fyrir heimilin, minni hópa og grænkera - fulleldaðir pakkar eða allt eldað nema kjötið, eftir þörfum hvers og eins.
Sælkerabúðin stendur fyrir gæði, fagmennsku og persónulega þjónustu. Hún var stofnuð árið 2020 af matreiðslumönnunum Hinriki Erni Lárussyni og Viktori Erni Andréssyni sem fyrir reka veisluþjónustuna Lúx veitingar. Markmiðið með versluninni er að ná betur að þjónusta almenning meðan veisluþjónustan höfðar meira til hópa. Hjá þeim starfa Ísak Aron Jóhannsson og Ísak Darri Þorsteinsson sem báðir eru í kokkalandsliðinu.
Sælkerabúðin byggir á gamalli hefð þar sem klassískt kjötborð er þungamiðjan í bland við nútíma matargerð með tilbúnum matarpökkum og meðlæti sem Viktor og Hinrik hafa lyft upp á nýtt plan. Mikið úrval er af sérvöldu hágæðakjöti og að auki eru ýmsar sælkeravörur til sölu eins og ostar, pylsur, skinka, grafið kjöt, pasta, olíur, krydd, sósur og súpur. Hinrik og Viktor búa yfir sérfræðikunnáttu í matargerð, hugsa fyrir hverju smáatriði, eru lausnamiðaðir og tryggja einstaka matarupplifun. Í Sælkerabúðinni færðu veislu drauma þinna!
Við erum á fullu að undirbúa og afhenda mat, en munum svara eins fljótt og hægt er. Það er oft fljótlegra að hringja í okkur í síma 578-2255