
Þegar þú pantar í vefverslun, þá getur þú valið um að sækja í Sælkerabúðina að Bitruhálsi 2 eða að við keyrum vörurnar heim til þín

Njóttu matargerðar margverðlaunaðra matreiðslumanna heima í stofu. Sælkerabúðin leggur upp með að vera með fyrsta flokks hráefni í matargerð.

Okkar markmið er að dekra við bragðlaukana þína á sama tíma og við einföldum þér lífið. Hvort sem þú kýst að sjá sjálfur um matargerðina eða leyfa því að vera í okkar höndum.
Í Sælkerabúðinni fást vörur úr gæðahráefni framleiddar af færustu matreiðslumönnum landsins með sérstaka áherslu á kjötvörur og lúxusmeðlæti. Flottar og einfaldar heildarlausnir fyrir heimilin, minni hópa og grænkera - fulleldaðir pakkar eða allt eldað nema kjötið, eftir þörfum hvers og eins.
Sælkerapakkar
Fjölbreyttir gæðamatarpakkar sem henta vel fyrir heimilin, í bústaðinn eða í útileguna, fyrir allskonar skemmtileg tilefni.
Úrvals kjötkassar
Í hverjum kassa eru nokkrar máltíðir með mismunandi tegundum af kjöti sem er sérvalið af fagfólki Sælkerabúðarinnar.