
Þegar þú pantar í vefverslun, þá getur þú valið um að sækja í Sælkerabúðina að Bitruhálsi 2 eða að við keyrum vörurnar heim til þín

Njóttu matargerðar margverðlaunaðra matreiðslumanna heima í stofu. Sælkerabúðin leggur upp með að vera með fyrsta flokks hráefni í matargerð.

Okkar markmið er að dekra við bragðlaukana þína á sama tíma og við einföldum þér lífið. Hvort sem þú kýst að sjá sjálfur um matargerðina eða leyfa því að vera í okkar höndum.
GRILL
7.990 kr.
GRILL hefur að geyma fleiri en 100 girnilegar uppskriftir úr smiðju Viktors og Hinriks í Sælkerabúðinni ásamt góðum ráðum um grill- og eldunaraðferðir. Réttir bókarinnar eru fjölbreyttir og hver öðrum gómsætari. Hráefnið er af ýmsum toga, allt frá nauti til grænmetis, villibráðar til skelfisks og sósum til eftirrétta.
GRILL er yfirgripsmikil og falleg matreiðslubók sem blæs grillurum eldmóði í brjóst og tryggir að allir geti framreitt hina fullkomnu steik.
Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson eru margverðlaunaðir matreiðslumenn sem hafa getið sér gott orð bæði hérlendis og erlendis. Þeir opnuðu Sælkerabúðina árið 2020 við góðan orðstír.
Bókina prýða fallegar ljósmyndir Heiðdísar Guðbjargar Gunnarsdóttur.
Í Sælkerabúðinni fást vörur úr gæðahráefni framleiddar af færustu matreiðslumönnum landsins með sérstaka áherslu á kjötvörur og lúxusmeðlæti. Flottar og einfaldar heildarlausnir fyrir heimilin, minni hópa og grænkera - fulleldaðir pakkar eða allt eldað nema kjötið, eftir þörfum hvers og eins.
Sælkerapakkar
Fjölbreyttir gæðamatarpakkar sem henta vel fyrir heimilin, í bústaðinn eða í útileguna, fyrir allskonar skemmtileg tilefni.
Úrvals kjötkassar
Í hverjum kassa eru nokkrar máltíðir með mismunandi tegundum af kjöti sem er sérvalið af fagfólki Sælkerabúðarinnar.